Tombóla á Ísafirði

29. júlí 2019

Kristín Elma Andradóttir, Óðinn Örn Atlason, Álfheiður Björg Atladóttir, Hrafnhildur Sara Sveinbjörnsdóttir, Esja Rut Atladóttir og Iðunn Óliversdóttir héldu tombólu á Silfurtorginu á Ísafirði. Þau söfnuðu saman dóti sem var til heima hjá þeim og fengu svo gefins ýmislegt sem hægt var að selja.  

Afraksturinn, 3.227 kr. gáfu þau Rauða krossinum að gjöf. 

Rauði krossinn þakkar þessum duglegu krökkum fyrir framlag þeirra til mannúðarmála.