Tombóla á Selfossi

16. febrúar 2018

Fimm hressir strákar, þeir Jón Finnur Ólafsson, Sigurður Logi Sigursveinsson, Rúnar Ingi Jóhannsson, Dagur Nökkvi Hjaltalín og Böðvar Thor Guðmundsson héldu tombólu fyrir utan Bónus á Selfossi og söfnuðu þar 8978 kr og 1 dollar!

Strákarnir gáfu Rauða krossinum á Selfossi söfnunarpeninginn og þökkum við þeim kærlega fyrir flott framlag.

Á myndinni eru þeir Jón Finnur og Sigurður Logi