Tombóla á Suðurnesjum

23. apríl 2021

Á dögunum komu þær Anika Lára Danielsdóttir, Harpa Guðrún Birgisdóttir, Helena Svandís Ingólfsdóttir, Kamilla Magnúsdóttir og Margrét Viktoría Harðardóttir færandi hendi á skrifstofu Rauða krossins á Suðurnesjum.

Vinkonurnar höfðu bæði haldið tombólu og gengið hús og þannig safnað 50.500 krónum sem þær gáfu til verkefna Rauða krossins en nánar má lesa um framtak þeirra á vef Víkurfrétta.

Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarmála.

Röð á mynd (frá vinstri): Harpa Guðrún Birgisdóttir, Margrét Viktoría Harðardóttir, Anika Lára Danielsdóttir, Kamilla Magnúsdóttir og Helena Svandís Ingólfsdóttir.