Tombóla á Vopnafirði

18. júlí 2019

Systurnar Jóhanna Laufey og Þórhildur Inga Hreiðarsdætur ásamt Láru Ingvarsdóttur stóðu fyrir tombólu á Vopnafirði nú á dögunum. 

Þær Jóhönnu Laufeyju og Láru langaði að halda tombólu en voru í vafa um hvaða málefni ætti að styrkja. Eftir að hafa fengið uppástungur þá ákváðu þær að styrkja Rauða kross Íslands. Leyfi fékkst fyrir tombólunni hjá foreldrum með þeim tilmælum að eldri systirin, Þórhildur Inga yrði með og gekk þetta vel hjá þeim stöllum. 

Þær söfnuðu rúmum 8300 kr og á meðfylgjandi mynd má sjá þær afhenda afraksturinn þeim Berglindi Sveinsdóttur, formanni Múlasýsludeildar Rauða krossins og Málfríði Björnsdóttur, gjaldkera deildarinnar. 

Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir stuðninginn.