Tombóla í Álfheimum

15. nóvember 2018

Þessir flottu strákar, þeir Thanakit Arthur Wisetrit, Brynjar Logi Sveinsson, Brynjar Pétersen, Fjölnir Freysson, og Leó Hrafn Elmarsson héldu tombólu í Álfheimum. Þeir héldu söfnun með tónleikum, spiluðu hjóðfæri og sungu með. Þau gáfu Rauða krossinum heilar 3.377 krónur og við þökkum þeim kærlega fyrir þetta flotta framlag.