Tombóla í Garðabæ
Þessir flottu strákar Hákon Árni Heiðarsson og Lárus Blöndahl Cassata héldu tombólu nýverið . Þeir byrjuðu á því að ganga í hús í Garðabæ og safna dóti sem þeir svo seldu fyrir utan Hagkaup í Garðabæ. Margir keyptu af þeim og borguðu jafnvel meira en uppsett verð og styrktu þannig starf Rauða krossins. Afraksturinn var 8.593 krónur og þakkar Rauði krossinn þeim kærlega fyrir.
- Eldra
- Nýrra