Tombóla í Garðabæ

21. febrúar 2019

Þau Eva Margrét Halldórsdóttir og Kristófer Máni Halldórsson héldu tombólu fyrir framan Krónuna í Garðabæ og þau gáfu Rauða krossinum ágóðann. 

Alls söfnuðust  9.760 kr. og  þakkar Rauði krossinn þeim kærlega fyrir framlagið.