Tombóla í Húnaþingi vestra

20. nóvember 2018

Vinkonurnar Freydís Emma, Ayanna Manúela, Bríet Anja og Emelía Íris söfnuðu fallegum steinum og seldu til styrktar Rauða krossinum. Söfnunarféð kr. 5.250 mun renna í jólasjóðinn Stekkjastaur í Húnaþingi vestra. Rauði krossinn þakkar stelpunum fyrir framtakið og þá hugulsemi og samkennd sem býr þar að baki.