Tombóla í Hveragerði á dögunum

18. apríl 2017

Þessar hjartahlýju stúlkur, Emilía Ýr og Katrín Júlía, héldu tombólu á dögunum við Bónus í Hveragerði og söfnuðu hvorki meira né minna en 5300 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum. Tombóluféð rennur í sjóð sem ætlað er bágstöddum börnum. Takk fyrir Emilía Ýr og Katrín Júlía