Tombóla í Seljahverfi

12. janúar 2018

Vinkonurnar Sandra María Valdimarsdóttir, Þuríður Guðjónsdóttir, Bríet Katla Vignisdóttir, Eygló Kristinsdóttir og Valdís Anna Valdimarsdóttir héldu tombólu í Seljahverfinu hjá Krónunni og við Hálsaskóla. Þar söfnuðu þær 10.106 kr sem þær gáfu Rauða krossinum.

Við þökkum þeim kærlega fyrir flott framtak! 


Á myndinni eru þær Sandra María, Þuríður og Bríet Katla.