Tombóla í Vogum

Flottar stelpur héldu tombólu

8. október 2018

 Þessar kátu stelpur, Aþena Örk Davíðsdóttir og Karitas Talía Lindudóttir, héldu tombólu fyrir utan verslunina í Vogum og gekk að þeirra sögn ljómandi vel. Þær færðu Rauða krossinum þá peninga sem söfnuðust, 2.365 kr.

Við þökkum þeim kærlega fyrir flott framtak.