Tombóla við Glæsibæ

18. september 2017

Ingibjörg Andrea Jónsdóttir og Kristbjörg Sigríður Magnúsdóttir héldu tombólu við Glæsibæ og söfnuðu þeirri glæsilegu fjárhæð 11.943 kr sem þær styrktu Rauða krossinn á Íslandi um.  Við þökkum þeim innilega fyrir þetta frábæra framlag sem mun koma sér vel fyrir bágstödd börn.