Tombólur á Akureyri

19. febrúar 2020

Þær Aníta Lind Þorvaldsdóttir, Alexandra Kolka Steffy Eydal og Íris Ósk Sverrisdóttir héldu nokkrar tombólur á Akureyri til að safna fé til styrktar Rauða krossinum. 

Þær komu með afraksturinn , heilar 9.584 krónur og afhentu Eyjafjarðardeild Rauða krossins. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarmála.