• Tombolustelpur-ak

Tombólustúlkur á Akureyri

Söfnuðu fyrir utan verslun Samkaupa við Borgarbraut á Akureyri

20. janúar 2017

Á dögunum gengu vinkonurnar Helga Dís og Arna Lísbet  í hús í hverfinu sínu og söfnuðu dóti á tombólu. Tombóluna héldu þær síðan fyrir utan verslun Samkaupa við Borgarbraut á Akureyri. 

Þær stöllur söfnuðu 3.386 kr. sem þær færðu Rauða krossinum á Akureyri vitandi að þessi fjárhæð verður notuð til að leggja öðrum börnum lið sem búa við erfiðar aðstæður. 

Rauði krossinn á Íslandi þakkar Helgu Dís og Örnu Lísbetu fyrir þeirra framlag.