• Rauda-kross-mynd

Um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík

Frá stjórn deildarinnar

1. desember 2016

Stjórn Rauða krossins í Reykjavík hefur ákveðið að taka skýrslu deildarinnar „Fólkið í skugganum“ varanlega úr birtingu. Helstu niðurstöður skýrslunnar, sem birta mynd af stöðu lakast settu hópanna í Reykjavík, verða hafðar til hliðsjónar í verkefnavali deildarinnar næstu misseri. 

Upphaflegt markmið þessarar vinnu var að afla deildinni upplýsinga um hvar helst kreppir að í Reykjavík og auðvelda þannig verkefnaval og gera það markvissara. Með það að leiðarljósi hyggst deildin halda áfram því góða starfi sem hún sinnir í þágu skjólstæðinga sinna.