Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni

29. janúar 2021

Rauði krossinn hefur sent inn umsögn til Alþingis um afglæpavæðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna.

Rauði krossinn fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi áform um að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu á vörslu neyluskammta.

Með afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta myndi Ísland bætast í hóp þeirra ríkja sem hafa afglæpavætt vörslu vímuefna með ólíkum aðferðum, þar sem mannúðleg nálgun er höfð að leiðarljósi gagnvart neytendum vímuefna. 

Rauði krossinn telur mikilvægt að notendur vímuefna hafi greiðan aðgang að heilbrigðis- og velferðarþjónustu, án fordóma og jaðarsetningar. 

 Alla umsögnina má lesa hér.