Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni

29. apríl 2021

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta), þingskjal 1193, 714. mál.

Rauði krossinn fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta og styður þær breytingar á löggjöfinni sem þar eru lagðar fram. Rauði krossinn styður þá stefnu að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í íslensku samfélagi í heilbrigðiskerfinu fremur en í dómskerfinu.

Þá fagnar Rauði krossinn því að við gerð reglugerðar um skilgreiningu á stærð neysluskammta skuli vera haft samráð við notendur svo rammi verði myndaður sem sé í samræmi við aðstæður á Íslandi. Í ljósi þeirra ráðagerða að setja á laggirnar notendasamráð, þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, ráðuneytis heilbrigðismála og frjálsra félagasamtaka skulu eiga sæti, vill félagið ítreka mikilvægi þess að fá notendur að borðinu en ekki einungis málsvara þeirra í formi frjálsra félagasamtaka þar sem engin eiginleg notendasamtök er að finna hérlendis.

Umsögn Rauða krossins má lesa hér.