Unglingar í Háteigskóla söfnuðu fé til styrktar Rauða krossinum


21. maí 2019

Unglingadeild Háteigskóla afhenti Rauða krossinum á Íslandi 150.648 kr. sem söfnuðust á Góðgerðardeginum þeirra 8. maí. Þau voru m.a. með kökusölu og fata- og bókamarkað.

Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir þetta frábæra framlag.