• IMG_1638

Ungmenni óskast í spennandi verkefni

21. júní 2017

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir einstaklingi til þess að taka þátt í uppbyggingu ungmennastarfs Rauða krossins í Malaví.

Félaginu stendur til boða að taka þátt í uppbyggingu ungmennastarfs systurfélagsins í Malaví, bæði með fjárframlögum og mögulegri vinnu á vettvangi. 

Um er að ræða undirbúningsnámskeið í Danmörku 19. – 25. ágúst og 4-5 mánaða vinnuferð sem stendur til að hefjist í september.

Einstaklingurinn þarf að vera á aldrinum 21 til 28 ára, hafa tveggja ára reynslu af sjálfboðastarfi og hafa þekkingu á uppbyggingu ungmennastarfs. Um sjálfboðaliðastarf er að ræða en ferðakostnaður og upphald er greitt.

Áhugasamir eru beðnir um að senda ferilskrá og kynningarbréf á netfangið central@redcross.is fyrir föstudaginn 30. júní næstkomandi.