• Mar-og-gudny

Utanríkisráðuneytið styður umfangsmikið verkefni í Malaví

Verkefni til fjögurra ára 

22. desember 2016

Á dögunum veitti utanríkisráðuneytið Rauða krossinum veglegan styrk vegna verkefnisins „Aukið viðnámsþol nærsamfélaga í Malaví“. 


Um er að ræða margþætt verkefni til fjögurra ára sem framkvæmt er í þremur strjálbýlum héruðum í þessu fátæka landi. Meðal annars miðar verkefnið að því að bæta til lengri tíma aðgengi fólks að hreinu vatni og salerni. Þá er heilsugæslum í héruðunum veittur stuðningur og sérstök áhersla lögð á að draga úr HIV-, berkla- og malaríusmiti sem og mæðradauða. 


Munaðarlaus börn og önnur berskjölduð börn fá stuðning við skólasókn og er áhersla lögð á valdeflingu ungra stúlkna. Rauði krossinn á Íslandi hefur áralanga reynslu af starfi í Malaví og hefur verið í tvíhliða samstarfi við systurfélag sitt þar frá árinu 2002. 


Á myndinni sjást Ágúst Már Ágústsson, sérfræðingur utanríkisráðuneytisins og Guðný Nielsen, verkefnastjóri á hjálpar-og mannúðarsviði Rauða krossins sem veitt styrknum viðtöku.