Útbjó söfnunarbauk fyrir Rauða krossinn

27. febrúar 2019

Hún Saga Ljós Sigurðardóttir kom færandi hendi í Rauða krossinn um miðjan febrúar og styrkti Rauða krossinn um 703 kr. Hún aðstoðar gjarnan fjölskyldu sína við vinnu á veitingastaðnum Burgers í Hafnarfirði og útbjó söfnunarbauk merktan Rauða krossinum þar sem viðskiptavinir gátu skilið eftir klink. 

Rauði krossinn þakkar henni kærlega fyrir þetta framlag. 

 

Saga