• 8.-flokkur-Valur

Valsstúlkur héldu tombólu að Hlíðarenda

Söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn

16. janúar 2017

Valsstúlkur í 8. flokki tóku sig til nú rétt fyrir jólin og héldu tombólu að Hlíðarenda, heimavelli Vals í Reykjavík. Þær stóðu sig frábærlega og vöktu mikla lukku meðal gesta og gangandi í Valsheimilinu og var söfnunarupphæðin að lokum heilar 9.138 krónur. 

Þær langaði að styðja við mannúðarstarf Rauða krossins og skiluðu upphæðinni brosandi í hús Rauða krossins í Efstaleiti. 

Þetta er ótrúlega fallegt framtak og þakkar Rauði krossinn Valsstúlkum kærlega fyrir.