• Veisla_shyamali

Veisla fyrir Shyamali á Akranesi

Shyamali kvaddi og fékk óvænta heimsókn

30. nóvember 2016

Shyamali Gosh hefur átt langa og farsæla samleið með Rauða krossinum á Íslandi, bæði sem sjálfboðaliði og svo síðar sem starfsmaður. Hún hóf störf fyrir rétt tæpum áratug síðan þegar flóttakonur settust að á Akranesi árið 2007. Þá langaði Shyamali að leggja hönd á plóg og gerði það með glæsibrag. 

Nú er komið að kveðjustund. Shyamali ætlar að nú að sinna börnum sínum og barnabörnum, ferðast um heiminn og njóta lífsins. 

Þegar fréttist af yfirvofandi kveðjustund ákvað prjónahópur á Akranesi að skipuleggja veislu fyrir Shyamali, minna mátti það varla vera. Það var falleg stund meðal prjónakvenna, sem hafa ávallt kunnað einstaklega vel að meta starfskrafta Shyamali og hlýja nærveru hennar.

Rauði krossinn þakkar Shyamali innilega fyrir frábært framlag hennar til mannúðarstarfs. Hún kveður vonandi aðeins um stundarsakir og leiðir hennar og Rauða krossins eiga vafalaust eftir að liggja saman síðar.