• Vik_i_myrdal

Vel heppnað námskeið í Vík

Námskeið haldið í sálrænum stuðningi

10. nóvember 2016

Í vikunni stóð Víkurdeild Rauða krossins fyrir námskeiði í sálrænum stuðningi, og var námskeiðið mjög vel heppnað að sögn þeirra sem tóku þátt. 

Mikil áhersla var lögð á að fræða þátttakendur um hvernig bregðast ætti við hinum ýmsu áföllum sem búast má við að gætu komið uppá á starfssvæði deildarinnar, en hér má nefna slys og önnur áföll vegna náttúrunnar,  en Katla, eitt virkasta eldfjall landsins er í Mýrdalsjökli rétt ofan við byggðina í Vík. 

Einnig má búast við að bregðast þurfi við ýmsum slysum sem sjaldnast gera boð á undan sér. Þetta á til dæmis við um hættu á slysum vegna aukinnar umferðar á svæðinu í kringum Vík, en ferðamenn eru nú á svæðinu allt árið um kring.

Þátttakendur á námskeiðinu voru sjálfboðaliðar Rauða krossins, fulltrúar frá björgunarsveitinni,  heilsugæslunni, skólunum og öðrum stofnunum sveitarfélagsins, ferðaþjónustuaðilum og fleirum. 

Leiðbeinandi  á námskeiðinu var Birgir Freyr Birgisson og voru þátttakendur um 30 talsins.