• Formannafundur12

Vel heppnaður formannafundur í Borgarnesi

Formenn deilda réðu ráðum sínum í Borgarnesi 

8. nóvember 2016

Vel sóttur fundur formanna Rauða krossins, var haldinn í Borgarnesi um helgina 4.-5. nóvember.

 Formannafundir eru vettvangur formanna deilda til að ræða málefni félagsins á formlegan og óformlegan hátt og eiga bein samskipti við starfsfólk félagsins og stjórn. 

Í byrjun fundar voru grundvallarhugsjónir Rauða kross hreyfingarinnar og fordómar gagnvart innflytjendum kynnt og rædd. Eftir hópavinnu  þar sem að þátttakendur ræddu málefni hælisleitenda og flóttamanna var brugðið á leik þar sem tekið var fjölmiðlaviðtal við nokkra fundarmenn og þeir svöruðu spurningum ímyndaðs fréttamanns um aðkomu deilda Rauða krossins að málaflokknum. Þá var farið yfir hlutverk deildastjórna,  fjármál félagsins, málefni hælisleitenda og flóttamanna, neyðarvarnir og framtíðarsýn félagsins.

Í lok formannafundar var efnt til hópavinnu um framtíðarþróun félagsins þar sem líflegar umræður sköpuðust og línur voru lagðar til að vinna eftir. 

Formenn og aðrir þátttakendur lýstu yfir ánægju með þennan sameiginlegan vettvang til að hittast og skiptast á skoðunum.

Formannafundur7Formannafundur16Formannafundur8FormannafundurFormannafundur1Formannafundur15Formannafundur11Formannafundur13Formannafundur14Formannafundur5Formannafundur6Formannafundur2Formannafundur4Formannafundur3