• PallStef_IMG_5802

Velkomin til Evrópu

5. febrúar 2016

Páll Stefánsson, ljósmyndari og sjálfboðaliði Rauða krossins var með erindi um flóttamenn í máli og myndum hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð. Páll fór til Lesbos í október til sjá af eigin raun, aðstæður og raunir þeirra sem flúið hafa átök í heimalandi sínu.

Túlkun Páls er mjög áhrifarík og á erindi við Akureyringa þar sem nýlega settust fjórar sýrlenskar flóttamannafjölskyldur að. Fjöldi sjálfboðaliða Rauða krossins aðstoðar þær og hjálpar þeim að aðlagast samfélaginu.