Verkstjóri fataflokkunar óskast
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir að ráða verkstjóra í fataflokkun sem sér um söfnun, flokkun og dreifingu á fatnaði sem Rauða krossinum berst.
Í boði er fjölbreytt og áhugavert framtíðarstarf fyrir réttan aðila.
Helstu verkefni
- Almenn verkstjórn í flokkunarstöð
- Skráning og frágangur gámasendinga
- Samskipti við birgja og erlenda viðskiptavini
- Samskipti við deildir Rauða krossins
- Umsýsla tengd sjálfboðaliðum og samfélagsþjónum
- Innkaup á almennum rekstrarvörum
- Önnur störf í flokkunarstöð eftir þörfum
Hæfniskröfur
- Reynsla af stjórnun
- Rík samskiptahæfni og jákvætt hugarfar
- Aukin ökuréttindi (leyfi til að keyra sendibíla)
- Lyftarapróf æskilegt
- Áhugi á umhverfismálum og endurnýtingu fatnaðar
- Þekking á algengustu tölvuforritum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst.
Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir sendist til Thelmu Jónsdóttur, rekstrarstjóra fataverkefnis Rauða krossins á thelma@redcross.is
Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
- Eldra
- Nýrra