Verkstjóri óskast í sumarvinnu
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins. Mikill kostur er ef viðkomandi gæti byrjað um miðjan júní og unnið fram í miðjan ágúst. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga.
Starfssvið
· Dagleg stjórnun og umsjón með vöktum starfsfólks
· Stjórn og þjálfun starfsfólks
· Upplýsingagjöf til starfsfólks
· Eftirfylgni með stefnu og áherslum félagsins
· Þátttaka í öryggismálum
Hæfniskröfur:
· Reynsla af verkstjórn eða öðrum stjórnunarstörfum er kostur
· Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
· Sterk öryggisvitund, innsýn í öryggis- og gæðastjórnun er kostur
· Góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
· Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík þjónustulund
· Sveigjanleiki og stundvísi
· Lyftararéttindi
· Ökuréttindi C eða C1
· Hreint sakavottorð og reglusemi skilyrði
Umsóknafrestur er til 3. júní n.k. Umsóknir skulu sendar á netfangið starf@redcross.is Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorkell Ingi Ingimarsson, verkstjóri Fataverkefnis, keli hjá redcross.is eða í síma 6908866.
- Eldra
- Nýrra