• Vinkonur-a-Skolavordustignum2

Við leitum að sjálfboðaliðum í fatabúðirnar okkar

9. apríl 2018

Rauði krossinn leitar að sjálfboðaliðum til starfa í fatabúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Við höfum sérstaklega góða reynslu af því að vinahópar taki sig saman um sjálfboðaliðastörf í Rauða kross búðunum. Við hvetjum því vinahópa eða saumaklúbba til að skoða hvort stefnumót í fatabúð gæti ekki einmitt verið kjörinn vettvangur til að eiga saman skemmtilega stund og sinna um leið mikilvægu mannúðarstarfi Rauða krossins.

_SOS9693

Allir sem starfa í  fatabúðum Rauða krossins eru sjálfboðaliðar og rekstur búðanna er stór þáttur í fjáröflun Rauða krossins.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hér og skrifa Fatabúðir  í athugasemdir. Þá er hægt að senda tölvupóst á central@redcross.is eða hafa samband í síma 570-4000.