• Hornafjordur

Viðurkenning sjálfboðaliða á Hornarfirði

18. febrúar 2016

Aðalfundir Rauða krossins í Hornafirði var haldinn þann 16. febráur. Á fundunum var tækifærið notað til að heiðra öfluga sjáflboðaliða. Þeir sem hlutu viðurkenningar voru prjónahópurinn Ekran fyrir öflugt sjálfboðastarf þeirra í verkefninu Föt sem framlag og Bjarni Óskar Jónsson fyrir öflugt sjálfboðastarf hans og umsjón með fatagámi og fatasöfnun deildarinnar.