• VidurkenningRVK_des2015_IMG

Viðurkenning sjálfboðaliða á opnu húsi

22. desember 2015

 

Til að fagna Alþjóðlega mannréttindadeginum og stofndegi Rauða krossins á Íslandi buðu stjórn og starfsfólk Rauða krossins í Reykjavík til opins félagsfundar þann 10. desember. Laugardaginn á undan var ennfremur Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans og því ákveðið, líkt og gert hefur verið fyrri ár, að veita sjálfboðaliðum verðlaun fyrir vel unnin störf á árinu.

 

Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, bauð gesti velkomna og rifjaði upp að nú væru Reykjavíkurdeild og landsskrifstofa aftur undir sama þaki eftir 40 ára aðskilnað.

 

Varaformaður deildarinnar, Ragnar Þorvarðarson, kynnti drög að stefnu sem stjórn og starfsfólk hafa unnið að síðustu mánuði og svaraði spurningum frá gestum. Þá fór Hermann Guðmundsson yfir niðurstöður úr rannsókn sinni um hvað hvetur sjálfboðaliða til verka, en hann tók m.a. viðtöl við sjálfboðaliða Frú Ragnheiðar.

 

Kristín S. Hjálmtýsdóttir formaður ávarpaði gesti og veitti fjórum sjálfboðaliðum viðurkenningar fyrir óeigingjörn störf á vettvangi mismunandi verkefna deildarinnar. Hún fagnaði því að fjöldi sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum í Reykjavík hafi næstum tvöfaldast á árinu sem má að miklu leiti rekja til áhuga fólks á sjálfboðnu starfi í tengslum við komu flóttafólks hingað til landsins.  Í framhaldi af erindi formanns söng sönghópurinn „Þrjár“ nokkur vel valin jólalög.

 

Sjálfboðaliðar sem fengu viðurkenningu fyrir framlag sitt:
•    Rósa Guðmundsdóttir, fyrir sjálfboðastarf í Vin
•    Aðalsteinn Baldursson, fyrir sjálfboðastarf í Frú Ragnheiði  
•    Sigurður Valur Magnússon, fyrir sjálfboðastarf sem heimsóknarvinur
•    María Kristjánsdóttir, fyrir sjálfboðastarf í Kvennadeild

VidurkenningarrvkIMG_1080IMG_1075IMG_1060