Vinir héldu tombólu fyrir Rauða krossinn

19. júní 2019

Vinirnir Sigrún María Einarsdóttir,  Edda María Einarsdóttir, Kristján Bergur S. Stefánsson, Agilé Paulauskaite,  Kári Steinn Kristinsson, Katla Sóley Guðmundsdóttir, Styrmir Jón Smári, Þorkell Grímur Jónsson, Eðvald Jón Torfason héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þau seldu alls konar dót og  færðu Rauða krossinum  ágóðann  5961 kr. 

Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir framlagið.