Vinkonur perluðu

Perluðu til styrktar Rauða krossins

2. janúar 2017

Fimm vinkonur úr Smárahverfinu í Kópavogi tóku sig til og gengu í hús og seldu ýmiskonar listaverk sem þær höfðu perlað saman. Þær söfnuðu 13.062 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. 

Við þökkum þeim kærlega fyrir framlagið.


Á myndinni eru þær Elísabet Inga og Karen Ósk Helgadætur en með þeim í sölunni voru einnig Selma Dóra Þorsteinsdóttir, Klara Kristín Kjartansdóttir og Elísabet Bogey Gapunay.