Vinkonur söfnuðu fyrir Rauða krossinn

11. júlí 2017

Vinkonurnar Aníta og Júlíana söfnuðu dóti á tombólu sem þær héldu við Samkaup við Borgarbraut á Akureyri á dögunum. Söfnuðu þær 2.813 kr. og gáfu þær Rauða krossinum ágóðann til styrktar öðrum börnum. Kærar þakkir fyrir framlag ykkar stelpur. (Á myndina vantar Júlíönu).