• _SOS7379-Edit

Landsskrifstofa

Hlutverk landsskrifstofu Rauða krossins á Íslandi að Efstaleiti 9 í Reykjavík er meðal annars að samhæfa og styðja starfsemi sjálfboðaliða í 42 deildum um allt land, stjórna alþjóðlegu hjálparstarfi félagsins og vinna í anda grundvallarhugsjóna Rauða krossins, sem eru þær sömu um heim allan.

Samkvæmt Genfarsamningunum má aðeins vera eitt félag Rauða krossins eða Rauða hálfmánans í hverju landi og það þarf að vera viðurkennt af ríkisstjórn landsins. Hið þéttriðna net Rauða krossins og Rauða hálfmánans nær til 97 milljóna félagsmanna og sjálfboðaliða. Hér á landi eru félagar rúmlega 20.000, Mannvinir um 12.000 og virkir sjálfboðaliðar um 3000.

Ellefu manna stjórn er yfir félaginu og reikningar þess eru endurskoðaðir af alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki. Formaður félagsins er Sveinn Kristinsson. 


ATH: frá og með 12. mars 2020 verður afgreiðsla Rauða krossins opin frá 09.00 til 14.00 alla virka daga. Þessi opnunartími á við um ótiltekinn tíma.

Skrifstofa Rauða krossins
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Opið frá kl. 08.30 til 16.00 alla virka daga nema á föstudögum þegar lokar kl. 14.30.
Sími: 570 4000

Netfang: central (hjá) redcross.is
Kennitala Rauða krossins er 530269-2649.