Að setja mörk í samskiptum - Fræðsla fyrir sjálfboðaliða á netinu

Námskeið

08 feb.
Staðsetning Strandgötu 24, 220 Hafnarfjörður
Tími 17:30 - 18:10
Leiðbeinandi Elfa Dögg S Leifsdóttir
Verð 0 ISK

Fræðsla frá Elfu Dögg S. Leifsdóttur, sálfræðingi og teymisstjóra heilbrigðisverkefna Rauða krossins. Fræðslan fer fram á Teams.

Skráning
course-image
Elfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna Rauða krossins fer yfir það hvernig er gott að setja mörk í samskiptum.

Að setja og virða mörk er afar mikilvægt og gott er að einstaklingar viti hvar mörkin sín liggja. Góð samskipti byggja á því að báðir aðilar þekkja og virða sín mörk og hvors annars?

Elfa Dögg fjallar um hvernig gott sé að setja heilbrigð mörk gagnvart öðrum einstaklingum og hvernig hægt sé að líða vel í samskiptum við aðra.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru mörg hver í samskiptum við einstaklinga sem reyna á mörkin. Gott er að fá leiðsögn um það hvernig við getum haft góð samskipti við þá einstaklinga þannig að öllum líði vel.