Hundavinanámskeið

Námskeið

02 okt.
til
05 okt.
Staðsetning Strandgata 24, 220 Hafnarfjörður
Tími 18:00 - 21:00
Leiðbeinandi Þórdís Björg Björgvinsdóttir

Heimsóknavinur með hund er eitt af vinaverkefnum Rauða Krossins. Heimsóknavinir af þessu tagi, þar sem hundurinn er í aðalhlutverki eru þekktir víða um heim. Hundavinanámskeiðið er opið þeim sem staðist hafa grunnhundamat.

Skráning
course-image
Hundavinir er eitt kjarnaverkefna vinaverkefna Rauða krossins. Hér er hundurinn í aðalhlutverki heimsóknarvina og er þetta fyrirkomulag þekkt víða um heim. Hundavinanámskeiðið er bóklegt og verklegt námskeið sérsniðið fyrir verðandi heimsóknarvini með hund sem fer fram 2 og 5 október næstkomandi.

Undanfari Hundavinanámskeiðsins er grunnhundamat og þurfa sjálfboðaliðar að standast grunnhundamatið til þess að eiga kost á því að mæta á hundavinanámskeiðið.

Á þessu námskeiði fræðast þátttakendur um verkefnið Hundavinir/Heimsóknavinur með hund. Markmið námskeiðsins er eftirfarandi:
-Skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir
-Öðlast grunnþekkingu um hunda
-Góður skilningur á markhópnum sem unnið er með
-Að öðlast getu til þess að vera heimsóknavinur með hund og heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingarfullum hætti.

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið má nálgast í gegnum netfangið vinaverkefni@redcross.is/karen.bjorg@redcross.is