Fara á efnissvæði

Málþing 10.12 - Framtíð mannúðar: Grunngildi Rauða krossins í breyttum heimi

Námskeið

10 des.
Staðsetning Sæmundargata 11, 102 Reykjavík
Tími 13:00 - 16:00
Verð á mann 0 ISK

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir málþingi vegna 60 ára afmælis grunngilda Rauða kross hreyfingarinnar í Norræna húsinu þann 10. desember frá 13-16. Málþinginu verður streymt og boðið er upp á þýðingu á ensku eða íslensku eftir því sem við á.

Skráning
course-image
Tilgangur málþingsins er að fagna afmæli grunngildanna, minna á mikilvægi þeirra og ítreka skuldbindingu Rauða krossins á Íslandi við grunngildin og gæði í mannúðarstarfi.

Aðgengi
Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta. Elissa (salur) hefur gott aðgengi. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus. Boðið verður upp á túlkun á ensku. English translation available.