Rannsóknarverkefni nemenda

Rauða krossinum berast margar fyrirspurnir vegna aðstoðar við rannsóknarverkefni, m.a. frá háskólanemum. Almenna reglan er sú að við aðstoðum nemendur í BA námi ekki við að komast í samband við skjólstæðinga okkar sem tengjast rannsóknarefni. 

Hvað varðar meistara- og doktorsnema aðstoðum við ef við teljum að það gagnist málaflokknum sem um ræðir en það er ávallt atvikabundið.

Fyrirspurnum grunn- og menntaskólanemenda er svarað eins og hægt er.

Nánari upplýsingar um rannsóknarverkefni veitir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar og kynningarsviðs Rauða krossins, netfang: [email protected].