Siðareglur Rauða krossins
Sjálfboðaliðar og starfsmenn skulu
- virða grundvallarmarkmið Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans ásamt leiðarljósi Rauða krossins á Íslandi og vinna hvoru tveggja brautargengi,
- koma fram af heiðarleika og virðingu gagnvart þeim sem starfað er fyrir eða með óháð þjóðerni, uppruna, kyni, aldri, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum eða þjóðfélagsstöðu,
- gæta fyllsta trúnaðar um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og ber að fara með sem trúnaðarmál,
- ekki sýna áreitni eða misbeita valdi, hvorki kynferðislega né á annan hátt í samskiptum við einstaklinga sem þeir starfa fyrir eða með,
- gæta þess, við öflun fjármuna, að hafa sjálfstæði félagsins í heiðri,
- einungis nota fjármuni og eigur Rauða krossins í þágu hans og þeirra verkefna sem samræmast stefnu félagsins og skuldbinda hann ekki umfram samþykktir,
- forðast að taka að sér verkefni sem ganga gegn markmiðum félagsins,
- gæta þess að koma ekki fram fyrir hönd Rauða krossins í samskiptum við félög, fyrirtæki og stofnanir sem þeir eru í forsvari fyrir, sérstaklega þegar um viðskiptalega hagsmuni gæti verið að ræða,
- ekki taka þátt í ráðstöfun fjármuna eða eigna félagsins til verkefna þar sem þeir eða einstaklingar nánir þeim eiga hagsmuna að gæta.