Stefna 2020-2030

Við erum hreyfiafl jákvæðra breytinga


Rauði krossinn á Íslandi samþykkti á aðalfundi sínum 23. maí 2020 nýja stefnu til grundvallar starfsemi félagsins til ársins 2030. Stefnan er unnin í samræmi við sameiginlega stefnu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem samþykkt var á aðalfundi Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldinn var í Genf í desember 2019. Í stefnu félagsins eru nefndar 5 megináskoranir sem steðja að samfélaginu og þá setur félagið sér 3 markmið til að takast á við þessar áskoranir. 

Verkefnayfirlit-RKI

Við stöndum vörð um rétt og ákvarðanir fólks til að ná fram jákvæðum breytingum fyrir sig, samfélög sín og heiminn allan. Við leggjum okkur fram við að veita þjónustu til jaðarsettra og viðkvæmra hópa samfélagsins.

Lesa stefnuna hér

Batur-357

Stefnumynd-a-heimasidu-an-ramma

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans setur sér jafnan sameiginlega stefnu á 10 ára fresti sem starfað er eftir í 190 löndum. Þetta leggur grunninn að því samhæfða starfi sem unnið er um allan heim í nafni Rauða krossins og Rauða hálfmánans og byggt er á grundvallarhugsjónum um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu.