Stefna 2020-2030

Rauði krossinn á Íslandi samþykkti á aðalfundi sínum 23. maí 2020 nýja stefnu til grundvallar starfsemi félagsins til ársins 2030. Stefnan er unnin í samræmi við sameiginlega stefnu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem samþykkt var á aðalfundi Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldinn var í Genf í desember 2019.Félagið nefnir 5 megin áskoranir sem steðja að samfélaginu og setur sér 3 markmið til að takast á við þessar áskoranir.

Stefnu Rauða krossins má lesa hér

S2030-mynd

Stefna-samantekt

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans setur sér jafnan sameiginlega stefnu á 10 ára fresti sem starfað er eftir í 190 löndum. Þetta leggur grunninn að því samhæfða starfi sem unnið er um allan heim í nafni Rauða krossins og Rauða hálfmánans og byggt er á grundvallarhugsjónum um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu.