• Humanity

Stefna

2020

Rauði krossinn á Íslandi samþykkti á aðalfundi sínum 21. maí 2011 nýja stefnu til grundvallar starfsemi félagsins til ársins 2020. Stefnan var endurskoðið á aðalfundi Rauða krossins í maí 2016. Stefnan er unnin í samræmi við sameiginlega stefnu þáverandi 187 landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem samþykkt var á aðalfundi Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldinn var í Naíróbí í nóvember 2009. 

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans setur sér jafnan sameiginlega stefnu á 10 ára fresti sem starfað er eftir í 190 löndum. Þetta leggur grunninn að því samhæfða starfi sem unnið er um allan heim í nafni Rauða krossins og Rauða hálfmánans og byggt er á grundvallarhugsjónum um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu.

_SOS8843

Yfir 200 sjálfboðaliðar um allt land komu að mótun nýrrar stefnu Rauða kross Íslands og miðluðu þannig af þekkingu sinni og reynslu af störfum fyrir félagið. Áhersluverkefni Rauða krossins næstu tíu árin eru að sinna neyðaraðstoð vegna áfalla og hamfara, að sýna mannúð og veita félagslegt öryggi, og sjá til þess að Rauði krossinn á Íslandi sé öflugt og vel starfandi Rauða kross félag.

Stefnu Rauða krossins er hægt að lesa hér.