Stjórn
Landsfélag Rauða krossins
Sveinn Kristinsson
Formaður
Sveinn Kristinsson er formaður Rauða krossins á Íslandi. Sveinn hefur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Rauða krossinn og var formaður Rauða krossins á Akranesi í 9 ár. Sveinn er fyrrverandi kennari og skólastjóri og hefur gegnt forystustörfum í sveitarstjórnarmálum um árabil, þ.á.m. var hann forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Sveinn var kjörinn formaður Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og aftur árið 2018.
Ragna Árnadóttir
Varaformaður
Ragna Árnadóttir er varaformaður Rauða krossins á Íslandi. Ragna hefur gegnt trúnaðarstörfum víða. Hún er fyrrverandi ráðherra og starfar sem skrifstofustjóri Alþingis. Ragna er einnig sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og tekur virkan þátt í félagsstarfinu. Ragna er menntaður lögfræðingur og var kjörin varaformaður á aðalfundi árið 2012 og aftur árið 2016.
Hrund Snorradóttir
Gjaldkeri
Hrund Snorradóttir er gjaldkeri Rauða krossins á Íslandi. Hrund er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í Vopnafirði um árabil. Einnig hefur Hrund tekið virkan þátt í sveitastjórnarmálum. Hrund var kosin í landsstjórn Rauða krossins á aðalfundi sem haldinn var árið 2014 og aftur árið 2018.
Halldór Valdimarsson
Ritari
Halldór Valdimarsson er ritari Rauða krossins á Íslandi. Halldór hefur verið virkur félagi og sjálfboðaliði Rauða krossins í Þingeyjarsýslu um árabil. Halldór er kennari að mennt og starfaði sem skólastjóri í áratugi. Halldór var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og aftur árið 2018.
Gísli Rafn Ólafsson
Stjórnarmaður
Gísli Rafn Ólafsson er með BS gráðu í lyfja- og tölvunarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Gísli Rafn hefur starfað við hjálparstarf á alþjóðavettvangi í tæp 30 ár. Hann hefur m.a. unnið hjá Microsoft sem ráðgjafi ríkisstjórna, alþjóðastofnana og hjálparsamtaka um hvernig megi nýta tæknina til þess að gera hjálparstarf skilvirkara. Þá starfaði hann hjá regnhlífarsamtökunum NetHope sem emergency director. Gísli Rafn hefur farið á vettvang flestra stórra náttúruhamfara sl. áratug, leitt hjálparstarf í Vestur-Afríku í ebólufaraldri 2014-2015 og verkefni tengd flóttamannastraumi til Evrópi 2015-2016. Gísli Rafn er félagi í Rauða krossinum í Hafnarfirði og var kosinn í stjórn á aðalfundi 2018.
Melkorka Kristinsdóttir
Stjónarmaður
Melkorka er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, með trúarbragðafræði sem aukagrein og BA-próf í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún stundar nú meistaranám í hnattrænum tengslum við Háskóla Íslands og vinnur að meistararitgerð sinni auk þess að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, en hún hefur skrifað greinar til að vekja athygli á verkefnum hreyfingarinnar. Melkorka hefur mikinn áhuga á friðar- og öryggismálum og látið til sín taka á því sviði. Melkorka var kosinn í stjórn á aðalfundi 2018.
Silja Bára Ómarsdóttir
Stjórnarmaður
Silja Bára er alþjóðastjórnmálafræðingur og lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og hefur verið í stjórnum Feministafélags Íslands, Kvenréttindafélags Íslands og landsnefndar UNIFEM (nú UN Women) á Íslandi auk þess sem hún er tilnefnd af utanríkisráðuneytinu í Nordic Women´s Mediator Network. Silja Bára er félagi í Rauða krossinum í Reykjavík. Hún var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi 2018.
Sveinn Þorsteinsson
Stjórnarmaður
Sveinn hefur um árabil verið virkur sjálfboðaliði og félagi í Rauða krossinum. Hann er núverandi formarður Rauða krossins í Vík og er mikilvægur hlekkur í verkefnum Rauða krossins á Suðurlandi. Hann var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2016.
Helgi Ívarsson
Stjórnarmaður
Helgi hefur um árabil sinnt stjórnarmennsku í Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ. Hann hefur starfað sem slökkilliðsstjóri í Hafnarfirði. Helgi var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2012.
Jónas Sigðurðsson
Stjórnarmaður
Jónas hefur verið virkur sjálfboðaliði í Rauða krossinum um langt árabil og hefur sinnt ýmsums félagsstörfum. Hann starfar sem aðstoðar yfirlögregluþjónn á Ísafirði. Jónas var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og aftur árið 2018. Þar áður var hann varamaður í stjórn.
Oddrún Kristjánsdóttir
Stjórnarmaður
Oddrún hefur um langt skeið starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum . Hún var formaður Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík til fjölda ára. Hún starfar sem framkvæmdastjóri hjá Magnús Þorgeirsson ehf. Oddrún var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2012.
Þóra B. Nikulásdóttir
Stjórnarmaður
Þóra er virkur sjálfboðaliði í Rauða krossinum á Stöðvarfirði og er einnig formaður stjórnar Rauða krossins á Stöðvarfirði. Þóra var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 sem varamaður en kom inn í stjórn sem aðalmaður árið 2015.
Ívar Kristinsson
Stjórnarmaður
Ívar Kristinsson er varamaður í stjórn Rauða krossins á Íslandi. Hann hefur starfað lengi sem sjálfboðaliði og situr í stjórn Rauða krossins í Kópavogi. Ívar var kjörinn varamaður í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og í aðalstjórn árið 2018.