Stjórn

Rauði krossinn á Íslandi

Sveinn-Kristinsson

Sveinn Kristinsson

Formaður

Sveinn Kristinsson er formaður Rauða krossins á Íslandi. Sveinn hefur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Rauða krossinn og var formaður Rauða krossins á Akranesi í 9 ár.  Sveinn er fyrrverandi kennari og skólastjóri og hefur gegnt forystustörfum í sveitarstjórnarmálum um árabil, þ.á.m. var hann forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Sveinn var kjörinn formaður Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og endurkjörinn árið 2018.

Silja-bara-omarsdottir

Silja Bára Ómarsdóttir

Varaformaður

Silja Bára er alþjóðastjórnmálafræðingur og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og hefur verið í stjórnum Feministafélags Íslands, Kvenréttindafélags Íslands og landsnefndar UNIFEM (nú UN Women) á Íslandi auk þess sem hún er tilnefnd af utanríkisráðuneytinu í Nordic Women´s Mediator Network. Silja Bára er félagi í Rauða krossinum í Reykjavík. Hún var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi 2018.

_SOS8553-Edit

Hrund Snorradóttir

Gjaldkeri

Hrund Snorradóttir er gjaldkeri Rauða krossins á Íslandi. Hrund er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í Vopnafirði um árabil. Einnig hefur Hrund tekið virkan þátt í sveitastjórnarmálum. Hrund var kosin í landsstjórn Rauða krossins á aðalfundi sem haldinn var árið 2014 og aftur árið 2018.

Halldor-Valdimarsson

Halldór Valdimarsson

Ritari

Halldór Valdimarsson er ritari Rauða krossins á Íslandi. Halldór hefur verið virkur félagi og sjálfboðaliði Rauða krossins í Þingeyjarsýslu um árabil. Halldór er kennari að mennt og starfaði sem skólastjóri í áratugi. Halldór var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og aftur árið 2018.

_SOS6243

Baldur Steinn Helgason

Stjórnarmaður

Baldur Steinn hefur verið virkur sjálfboðaliði í Rauða krossinum í 20 ár, bæði hér heima og einnig í Frakklandi þegar hann dvaldi þar. Hann var starfsmaður á landsskrifstofu í tvö ár og kynntist þá starfi margra deilda. Einnig hefur hann verið sendifulltrúi á vegum Rauða krossins, síðast í Nígeríu haustið 2019. Hann var einnig varamaður Kópavogsdeildar og jafnframt félagi í þeirri deild. Baldur Steinn var kjörinn í stjórn Rauða krossins á Íslandi árið 2020.

_SOS6243

Elín Ósk Helgadóttir

Stjórnarmaður

Elín Ósk kennir stjórnskipunarrétt og stjórnsýslurétt við Háskólann í Reykjavík þ.m.t. alþjóðleg mannréttindi, situr í stjórn Norræna stjórnsýslusambandsins, er á viðbragðslista íslensku friðargæslunnar á vegum utanríkisráðuneytisins, er varamaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál, hefur oft átt sæti í kjörstjórnum, samninganefndum í kjaraviðræðum og sat í stjórn skiptinema-samtakanna AFS. Elín Ósk er félagi í Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu. Elín Ósk var kjörin í stjórn Rauða krossins á Íslandi árið 2020.

noname

Gréta María Grétarsdóttir

Stjórnarmaður

Gréta María er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim hf. en hefur auk þess sinnt kennslu, bæði sem stundakennari við HÍ og við MPM nám. Áður var hún framkvæmdastjóri Krónunnar, fjármálastjóri Festi hf. og forstöðumaður hagdeildar Arion banka. Gréta hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja en þar má nefna Elko, Landey og vöruhótelið Bakkann. Gréta María er félagi í Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu og  var kjörin í stjórn Rauða krossins á Íslandi árið 2020.

Jonas-Sigurdsson

Jónas Sigðurðsson

Stjórnarmaður

Jónas hefur verið virkur sjálfboðaliði í Rauða krossinum um langt árabil og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum en hann starfar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn á Ísafirði. Jónas var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og aftur árið 2018. 

Sveinn-Thorsteinsson

Sveinn Þorsteinsson

Stjórnarmaður

Sveinn hefur um árabil verið virkur sjálfboðaliði og félagi í Rauða krossinum. Hann er fráfarandi formarður Rauða krossins í Vík og er mikilvægur hlekkur í verkefnum á Suðurlandi. Hann var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2016 og aftur árið 2020.

Thora-Nikulasdottir

Þóra B. Nikulásdóttir

Stjórnarmaður

Þóra er virkur sjálfboðaliði í Stöðvafjarðardeild og er einnig gjaldkeri deildarinnar. Þóra var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 sem varamaður en kom inn í stjórn sem aðalmaður árið 2015 og aftur árið 2020 til tveggja ára.

Ivar

Ívar Kristinsson

Stjórnarmaður

Ívar Kristinsson hefur starfað lengi sem sjálfboðaliði og sat í stjórn Rauða krossins í Kópavogi. Hann var kjörinn varamaður í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og í aðalstjórn árið 2018.

_SOS6243

Anna Rósa Magnúsdóttir

Varamaður í stjórn

Anna Rósa hefur sinnt ýmsum sjálfboðaliðastörfum í gegnum tíðina en mest verið hjá Rauða krossinum sem sjálfboðaliði í Laut, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Anna Rósa er félagi í Eyjafjarðardeild og hefur setið í bæði vara- og aðalstjórn deildarinnar. Hún var kjörin í stjórn Rauða krossins á Íslandi árið 2020.

_SOS6243

Pétur Pétursson

Varamaður í stjórn

Pétur var formaður Rauða krossins í Hveragerði frá 2001-2004. Hann hefur áhuga á öllu er lýtur að forvörnum og Rauða kross starfi almennt. Pétur er félagi í Hveragerðisdeild. Pétur var kjörinn í stjórn Rauða krossins á Íslandi árið 2020.