Stjórn

Landsfélag Rauða krossins

Sveinn-Kristinsson

Sveinn Kristinsson

Formaður

Sveinn Kristinsson er formaður Rauða krossins á Íslandi. Sveinn hefur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Rauða krossinn og var formaður Rauða krossins á Akranesi í 9 ár.  Sveinn er fyrrverandi kennari og skólastjóri og hefur gegnt forystustörfum í sveitarstjórnarmálum um árabil, þ.á.m. var hann forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Sveinn var kjörinn formaður Rauða krossins á aðalfundi árið 2014.

Ragna-Arnadottir

Ragna Árnadóttir

Varaformaður

Ragna Árnadóttir er varaformaður Rauða krossins á Íslandi. Ragna hefur gegnt trúnaðarstörfum víða. Hún er fyrrverandi ráðherra og starfar sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Ragna er einnig sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og tekur virkan þátt í félagsstarfinu. Ragna er menntaður lögfræðingur og var kjörin varaformaður á aðalfundi árið 2012 og aftur árið 2016.

_SOS8553-Edit

Hrund Snorradóttir

Gjaldkeri

Hrund Snorradóttir er gjaldkeri Rauða krossins á Íslandi. Hrund er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í Vopnafirði um árabil. Einnig hefur Hrund tekið virkan þátt í sveitastjórnarmálum. Hrund var kosin í landsstjórn Rauða krossins á aðalfundi sem haldinn var árið 2014.

Halldor-Valdimarsson

Halldór Valdimarsson

Ritari

Halldór Valdimarsson er ritari Rauða krossins á Íslandi. Halldór hefur verið virkur félagi og sjálfboðaliði Rauða krossins í Þingeyjarsýslu um árabil. Halldór er kennari að mennt og starfaði sem skólastjóri í áratugi. Halldór var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014.

Sveinn-Thorsteinsson

Sveinn Þorsteinsson

Stjórnarmaður

Sveinn hefur um árabil verið virkur sjálfboðaliði og félagi í Rauða krossinum. Hann er núverandi formarður Rauða krossins í Vík og er mikilvægur hlekkur í verkefnum Rauða krossins á Suðurlandi. Hann var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2016.

Helgi-Ivarsson

Helgi Ívarsson

Stjórnarmaður

Helgi hefur um árabil sinnt stjórnarmennsku í Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ. Hann hefur starfað sem slökkilliðsstjóri í Hafnarfirði. Helgi var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2012.

Jonas-Sigurdsson

Jónas Sigðurðsson

Stjórnarmaður

Jónas hefur verið virkur sjálfboðaliði í Rauða krossinum um langt árabil og hefur sinnt ýmsums félagsstörfum. Hann starfar sem aðstoðar yfirlögregluþjónn á Ísafirði. Jónas var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014. Þar áður var hann varamaður í stjórn.

Margret

Margrét Vagnsdóttir

Stjórnarmaður

Margrét hefur sinnt öðrum trúnaðarstörfum innan Rauða krossins og verið virkur sjálfboðaliði í Rauða krossinum í Borgarfirði um langt skeið. Hún starfar fyrir Háskólann á Bifröst. Margrét var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014.

_SOS8662_Oddrun

Oddrún Kristjánsdóttir

Stjórnarmaður

Oddrún hefur um langt skeið starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum . Hún var formaður Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík til fjölda ára. Hún starfar sem framkvæmdastjóri hjá Magnús Þorgeirsson ehf. Oddrún var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2012.

Sigrun_arnadottir1

Sigrún Árnadóttir

Stjórnarmaður

Sigrún hefur starfað með Rauða krossinum um árabil, meðal annars sem framkvæmdastjóri Rauða krossins. Sigrún hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa og er í dag starfandi sem bæjarstjóri í Sandgerði. Sigrún var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014.

Thora-Nikulasdottir

Þóra B. Nikulásdóttir

Stjórnarmaður

Þóra er virkur sjálfboðaliði í Rauða krossinum á Stöðvarfirði og er einnig formaður stjórnar Rauða krossins á Stöðvarfirði. Þóra var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 sem varamaður en kom inn í stjórn sem aðalmaður árið 2015.

_SOS8648-Edit_Ivar

Ívar kristinsson

Varamaður

Ívar Kristinsson er varamaður í stjórn Rauða krossins á Íslandi. Hann hefur starfað lengi sem sjálfboðaliði og situr í stjórn Rauða krossins í Kópavogi. Ívar var kjörinn varamaður í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014.

Ragnar-Thorvardarson

Ragnar Þorvarðarson

Varamaður

Ragnar hefur tekið þátt í félagsmálum af ýmsu tagi og er núverandi varaformaður Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Hann lauk BSc námi í viðskipta- og Asíufræðum frá CBS í Kaupmannahöfn og MA námi í hnattrænum samskiptum við SOAS, University of London. Ragnar hefur síðustu ár starfað að upplýsingamálum og alþjóðasamskiptum, m.a. hjá Viðskiptaráði og hjá sendiráði Bretlands í Reykjavík.