• IMG_2464

Ungmenna­starf

2014-10-04-21.27.51

Ungt fólk gegnir mikilvægu hlutverki í starfi Rauða krossins um allan heim. Á undanförnum árum hafa æ fleiri landsfélög gert sér grein fyrir mikilvægi þess, sbr. stefnu og áætlun Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í ungmennamálum sem samþykkt var á aðalfundi þess í Kenía 2009.   

Meðlimir URKÍ er einstaklingar 30 ára og yngri. Þeir sem hafa áhuga á að starfa sem sjálfboðaliðar innan deildar geta sett sig í samband við deildina á sínu svæði. Hægt er að taka þátt í margvíslegum verkefnum í anda grundvallarhugsjóna Rauða krossins og má þar nefna hlutverkaleikinn Á flótta, skyndihjálparhóp, unglingastarf, aðstoð við fólk með geðraskanir, átaksverkefni og margt fleira. 

Hér má lesa nánar um verkefni ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu.

Gerum eitthvað gott – gerum það saman

Ungmennastarf Rauða krossins er vettvangur fyrir ungmenni sem vilja starfa að góðum og uppbyggjandi verkefnum í sjálfboðastarfi. Við vinnum í þágu annarra en öflum okkur einnig reynslu og þekkingar sem nýtist í lífinu öllu. Vinna að mannúðarstörfum er gefandi starf sem að veitir ungmennum góða innsýn í okkar nærsamfélag en einnig er það góður vettvangur til að kynnast starfi Rauða krossins víðsvegar um heiminn. Fyrir nánari upplýsingar um ungmennastarf Rauða krossins er hægt að senda tölvupóst á netfangið thorsteinn@redcross.is .

IMG_2454