• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Lög Ungmenna­hreyfingar

  1. Ungmennaráð Rauða krossins á Íslandi, skammstafað URKÍ, er stjórn ungmennahreyfingar Rauða krossins. URKÍ er málsvari og gætir hagsmuna ungs fólks í félaginu. URKÍ sendir tillögur sínar til stjórnar sem tekur þær til afgreiðslu. Formaður URKÍ fundar með stjórn a.m.k. tvisvar á ári.
  2. URKÍ heldur ungmennaþing fyrir lok apríl ár hvert og þar eru kosnir fjórir fulltrúar í ráðið auk formanns. Á hverju ungmennaþingi skulu kosnir þrír fulltrúar í URKÍ, einn til tveggja ára og tveir til eins árs. Annað hvert ár skal auk þess kjósa formann til tveggja ára en að öðru leyti skiptir URKÍ með sér verkum á fyrsta fundi eftir ungmennaþing.
  3. Áður en boðað er til ungmennaþings skal URKÍ skipa kjörnefnd sem vinnur eftir starfsreglum sem ráðið setur um kjörnefnd.
  4. Hlutverk ungmennaþings er einnig að gera tillögur um áherslur í ungmennastarfi Rauða krossins á Íslandi í samræmi við stefnu og markmið félagsins. URKÍ tekur þessar tillögur til frekari meðhöndlunar.
  5. Til ungmennaþings skal boða með minnst mánaðar fyrirvara með fundarboði til allra deilda og auk þess opinberlega með áberandi hætti. Skulu deildarstjórnir tilnefna fulltrúa sína og tilkynna URKÍ. Viðkomandi deildir bera allan kostnað af þátttöku fulltrúa sinna á ungmennaþingum. Ungmennaþing er löglegt ef löglega er til þess boðað.
  6. Á ungmennaþingi hafa allir félagar í Rauða krossinum á aldrinum 16 til 30 ára rétt til setu með tillögu- og atkvæðisrétt. Tillögur til ungmennaþings skulu hafa borist URKÍ tveimur vikum fyrir ungmennaþing. Tillögur öðlast gildi ef meirihluti fundarmanna greiðir þeim atkvæði sitt.
  7. URKÍ getur boðað til auka-ungmennaþings sem skal gera ef a.m.k. þriðjungur félaga í Rauða krossinum á aldrinum 16 til 30 ára krefst þess. Sömu reglur gilda um boðun auka-ungmennaþings og ungmennaþings.
  8. URKÍ skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Formaður boðar til funda með tryggilegum hætti með minnst einnar viku fyrirvara. Fundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað og a.m.k. helmingur fulltrúa í URKÍ er mættur.