Frú Ragnheiður á Akureyri

Skaðaminnkunarverkefni á Akureyri

Frú Ragnheiður er starfrækt á Akureyri og er starfrækt í sama tilgangi og annars staðar, að ná til jaðarsettra einstaklinga, t.d. einstaklinga sem nota vímuefni í æð og húsnæðislausa einstaklinga og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi nálaskiptiþjónustu og grunn heilbrigðisþjónustu.


Frú Ragnheiðar bíllinn er á ferðinni frá kl. 20-22 á mánudögum og fimmtudögum.

Hægt er að hafa samband án endurgjalds í síma 800 1150 og með því að senda skilaboð á Facebook síðu Fr Ragnheiðar . Vaktin getur hitt á einstaklinga hvar sem er á Akureyri.

Í Frú Ragnheiði er þjónustan í nafnleynd og þar er lofað 100% trúnaði.

Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði, sæktu þá um hér.