Leggðu okkur lið
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Í kjölfar samkomulags um vopnahlé á Gaza er ein stærsta mannúðaraðgerð allra tíma hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna lykilhlutverki. Þú getur tekið þátt í því lífsbjargandi starfi sem nú fer í hönd með því að styðja neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gaza.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir
01. desember 2025
Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.
Jólamerkimiðar Rauða krossins komnir út
Almennar fréttir 27. nóvember 2025Verkefni Rauða krossins á Íslandi í heila öld eru þemað á fallegum myndum sem prýða jólamerkimiða félagsins í ár. Miðunum hefur þegar verið dreift inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá verður hægt að nálgast víða um landið á næstu dögum.
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiVolunteer training for projects with refugees and asylum seekers
This course is preparation for volunteers in projects with refugees and mainly focuses on how to give psychosocial support to refugees through volunteering projects. The course is taught in English.
Skyndihjálp 4 klst - Víkurhvarf Kópavogi
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.
Fræðsla skráning í fjöldahjálparstöð - 2. desember 2025
Fræðsla í skráningu í fjöldahjálparstöð
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.