
Rauði krossinn - 100 ár af Mannúð
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf
25. júní 2025
Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.

Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiSkyndihjálp 6 klst: Endurmenntun atvinnubílstjóra
Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum sem hafa áður lokið skyndihjálparnámskeiði og þurfa á endurmenntun að halda.
Volunteer training for projects with refugees and asylum seekers
This course is preparation for volunteers in projects with refugees and is a good training in how to give psychosocial support to refugees through volunteering projects. The course is taught in English.
Bjargvættir: Skyndihjálp fyrir ungmenni - Víkurhvarf Kópavogur
Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára (miðað er við fæðingarár) sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Rauði krossinn um land allt
Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.
Gjafir til góðra verka
Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.