
Rauði krossinn - 100 ár af Mannúð
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Vertu klár á táknmáli
Innanlandsstarf
09. maí 2025
Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk
Alþjóðastarf 08. maí 2025„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.

Ylja er „eins og gott knús“
Innanlandsstarf 06. maí 2025Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiGrunnnámskeið Öryggi og björgun: Hluti 2 Reykjavík
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem ætla sér að starfa á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að.
12-hour First Aid in English - Víkurhvarf in Kópavogur
The course is for everyone, 14 years and older, who want to learn first aid and resuscitation. Participants will gain confidence, capability and knowledge in giving first aid to others in cases of emergency by safely using simple first aid.
Hundavinanámskeið Akureyri
Heimsóknavinur með hund er eitt af vinaverkefnum Rauða Krossins en í þessu verkefni er hundurinn er í aðalhlutverki. Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu þarf hundurinn að vera á aldrinum 2ja til 10 ára og standast grunnmat
Rauði krossinn um land allt
Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.
Gjafir til góðra verka
Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.