Almennar fréttir

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans / International Volunteer day

04. desember 2020

Á morgun, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. / Tomorrow, 5th of December, is the International Volunteer Day.

Kæru sjálfboðaliðar,

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Út um allan heim fögnum við framlagi sjálfboðaliða til mannúðarmála og þeim áhrifum sem sjálfboðastörf hafa á samfélag okkar.

Þetta ár hefur verið mjög óvenjulegt og reynst okkur flestum strembið. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa ekki farið varhluta af því. Saman höfum við tekist á við veðurofsa, slys, húsbruna og snjóflóð, stutt við fólk sem finnur fyrir einmanaleika og einangrun, hjálpað börnum og ungmennum við nám og aðstoðað flóttafólk við að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi. Við höfum safnað og flokkað fatnað og sjálfboðaliðar hafa staðið vaktina í búðunum með bros á vör bak við grímuna. COVID-19 hefur haft víðtæk áhrif, aukið neyð margra og fært okkur nýjar áskoranir.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa undir miklu álagi sinnt verkefnum sínum keikir, tekið á sig aukna ábyrgð og aðlagað sig breyttum aðstæðum. Með stuttum fyrirvara var farsóttarhús fyrir veika einstaklinga eða í sóttkví opnað vegna COVID-19 og aldrei hafa jafn mörg erindi borist Hjálparsímanum 1717. Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar störfuðu óslitið allt árið og veittu skaðaminnkandi þjónustu til húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Símavinir hringdu í fólk út um allt land er upplifir einmanaleika og andleg áhrif faraldursins. Af umhyggju og einstakri ósérhlífni gáfu sjálfboðaliðar í og drógu aldrei úr.

Á meðan við tókumst á við þessar áskoranir fundum við fyrir miklum samtakamætti og samstöðu. Sjaldan hafa svo margir boðið sig fram til sjálfboðastarfa og verið jafn tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Á erfiðum tímum sýnum við samheldni, þrautseigju og seiglu sem er einkennandi fyrir samfélag okkar þegar til kastanna kemur.

Rauði krossinn er öflugt viðbragðsfélag, sjálfboðaliðar félagsins eiga heiðurinn af því.

Kærar þakkir til ykkar og til hamingju með daginn!

Með bestu kveðju

Sveinn Kristinsson
formaður Rauða krossins á Íslandi

 

Dear Volunteers,

Tomorrow, on December 5th, we celebrate the Day of the Volunteer. All over the world we give thanks to volunteers and their contribution towards humanitarian causes and the positive effect they have on their communities.

This year has been extraordinary, and for many a tough one. Our volunteers have not been unaffected by this. Together we faced extreme weather events, accidents, house burn, and avalanches. We have supported people who experience isolation and loneliness, as well as refugees taking their first steps in a new society. We have collected mountains of textiles, sold by our volunteers in the second-hand shops, always with a smile behind their masks. COVID-19 has affected our community in a broad sense, exacerbated suffering and forced us to face new challenges.

Our volunteers have worked tirelessly under tremendous pressure, been willing to go above and beyond and shown great flexibility. Without a notice we managed to open a quarantine and isolation centre for people affected by COVID-19, while receiving a record amount of calls through the Helpline 1717. Volunteers in Frú Ragnheiður have been able to provide an unbroken chain of harm reductive services to people who are homeless and use intravenous drugs, despite limiting restrictions caused by the pandemic, and volunteers made calls across the country to people experiencing mental strain. They have done so with immense compassion and courage.

While facing these challenges we experienced unprecedented response to humanitarian needs. Hardly ever have we received as many offers from people wanting to lend a hand to get us all through this. During tough times we notice clearly the cohesion and resilience that characterizes our community.

The Icelandic Red cross remains an important response unit in our community - made possible by our volunteers!

Thank you all and happy Day of the Volunteer

With kind regards

Sveinn Kristinsson
Chair, Icelandic Red Cross