Almennar fréttir

Uppfært 4. maí: Breytingar og raskanir á starfsemi Rauða krossins vegna Covid-19 // Alternative circumstances regarding projects and activities at the Red Cross

04. maí 2020

Verkefni Rauða krossins hafa mörg hver breyst vegna Covid-19 og samkomubanns. Mikið er lagt upp úr að halda þjónustu áfram við skjólstæðinga og fara því samskipti í ákveðnum tilfellum fram í gegnum síma.

Information in English.

Verkefni Rauða krossins hafa mörg hver breyst vegna Covid-19 og samkomubanns. Mikið er lagt upp úr að halda þjónustu áfram við skjólstæðinga og fara því samskipti í ákveðnum tilfellum fram í gegnum síma.

Rauði krossinn hefur umsjón með farsóttarhúsum og rekur Hjálparsímann 1717 sem einnig tekur við yfirfalli frá símanúmeri Læknavaktarinnar 1700.

Fréttir af starfinu eru reglulega settar inn á Facebook , Twitter og Instagram.

Eftir 4. maí munu eftirfarandi verkefni fara aftur af stað:

  • Félagsstarf umsækjenda um alþjóðlega vernd í Hafnafirði verður í formi útiverustundar sem kemur í stað fjölskylduviðburðar, Konuhóps og Opins hús.
  • Námskeið í Börn og umhverfi hefjast og verða nánast í hverri viku fram á sumar í mörgum deildum.
  • Nýtt verkefni sem kallast Gönguvinir, hefur verið sett á fót.
  • Afgreiðsla Rauða krossins er opin 9-14 alla virka daga.
  • Fataverslunin á Akureyri og fatagámar á Eyjafjarðarsvæðinu opna 4. maí.

Skaðaminnkun og félags- og vinaverkefni

  • Konukot er nú opið allan sólahringinn.
  • Bílar Frú Ragnheiðar og Ungfrú Ragnheiðar halda áfram sínum ferðum og m.a. veita upplýsingar um og skima um fyrir Covid-19.
  • Vin, athvarf fyrir fólk með geðraskanir er hefur nú  opnað.
  • Skúrar Karla í skúrum í Hafnafirði og Breiðholti eru lokaðir á meðan samkomubanni stendur.
  • Prjónahópar hafa verið lagðir af.
  • Lokað hefur verið fyrir umsóknir í Sárafátæktarsjóðinn.
  • Hundavinir og Heimsóknavinir fara ekki í heimsóknir heldur hringja í gestgjafa sína.
  • Félagsvinir eftir afplánun hittast ekki, heldur tala í síma. Opin hús eru ekki í gangi.
  • Hægt er að sækja um að fá Símavin hér. Á tímum Covid er hægt að óska eftir tímabundnum símavini sem hringir daglega í stutta stund í senn. Þá er hægt að sækja um símavin sem í framtíðinni hringir tvisvar í viku lengri símtöl.

Starf með fólki af erlendum uppruna

  • Engar samverur eru á vegum Æfingin skapar meistarann en vikulegar heimaæfingar koma inná Facebook hóp verkefnisins og annar fróðleikur í tengslum við íslenskuþjálfun og innflytjendamál.
  • Opnir viðtalstímar varðandi fjölskyldusameiningar liggja niðri en hægt er að hafa samband við gudrunb@redcross.is fleiri upplýsingar.
  • Á virtualvolunteer.org og hér má finna upplýsingar um breytingar varðandi opna viðtalstíma og félagsstarf umsækjenda um alþjóðlega vernd. Einnig eru SMS send út með upplýsingum um þjónustu sem stendur til boða ásamt link á Zoom hittinga þar sem er veittur stuðningur.
  • Sjálfboðaliðar í verkefninu Leiðsögumenn flóttafólks eru í stöðugu sambandi við sína félaga í gegnum síma, skilaboð eða myndasamtöl.

Annað

  • Fatakort eru ekki afgreidd.

 

gerast mannvinur eða tímabundinn sjálfboðaliði